Messinn
Messinn er lítill sjávarréttarstaður, staðsettur í hjarta Reykjavíkur. Við sérhæfum okkur í fersku sjávarfangi sem við bjóðum upp á í hádeginu og á kvöldin, alla daga vikunnar. Sérréttir Messans eru vafalaust fiskipönnurnar okkar, en á þeim berum við fram nýeldaðan fisk beint úr eldhúsinu, ásamt smjörsteiktum kartöflum og grænmeti sem bráðnar í munni — fullkomið til að deila. Komdu og njóttu þess að borða ljúffengt og spriklandi ferskt fiskmeti í hlýlegu umhverfi.
Við hlökkum til að sjá þig.