Súpufélagið
Súpufélagið er fjölskyldurekinn veitingastaður í Vík í Mýrdal sem sérhæfir sig í ljúffengum og matarmiklum súpum. Súpurnar koma með brauði og ábót svo enginn fari svangur út. Börn fá 50% afslátt af matseðli. Við bjóðum einnig uppá létta rétti, kökur, kaffi og aðra drykki. Lagt er uppúr snöggri en góðri þjónustu og nýstárlegu en þægilegu umhverfi. Hægt er að sitja bæði inni og úti á palli á sólríkum dögum, nú eða í setustofu við arineld þegar þannig viðrar. Súpufélagið deilir þaki með hraunsýningunni The Icelandic Lava Show og því tilvalið að fá sér mat fyrir eða eftir sýningu.