Terían Brasserie
Terían - Brasserie er veitingastaður á jarðhæð Hótel Kea sem sérhæfir sig í ítalskri og franskri matargerð. Nafnið sækir staðurinn í veitingateríuna sem var rekin á jarðhæð Hótel Kea til margra ára og Norðlendingar þekkja vel. Terían - Brasserie býður gestum upp á glænýja töfra, en um leið gamlan sjarma og góðan mat með nútímalegri og ferskri nálgun undir frönskum og ítölskum áhrifum.