Hótel Geysir
Kennileiti Íslands, Geysir, gaf hótelinu nafn og stendur við dyr þess.
Þann 1. ágúst 2019 opnaði Hótel Geysir sem lúxus hótel með 77 herbergi þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina, hágæða Jensen rúmum og eru óvenju rúmgóð. Áhersla er lögð á að byggingin sé hógvær í umhverfi sínu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins.
Lögð er áhersla á umhverfisvænar vörur og sjálfbæra stefnu. Glæsilegur veitingastaður er samtengdur hótelinu. Þar er boðið upp á mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á.
Hvað er í boði
Hleðslustöðvar
Staðsetning | Þjónustuaðili | Tenglar |
---|---|---|
ON | 1 x 50 kW (CCS/CHAdeMO) | |
ON | 1 x 22 kW (Type 2) |