Hótel Vestmannaeyjar
Hótel Vestmannaeyjar er 43 herbergja hótel staðsett í hjarta miðbæjarins.
Herbergin hafa baðherbergi með sturtu. Gestir hafa aðgang að þráðlausri nettengingu inni í herbergjum. Spa er á neðstu hæð hótelsins með heitum pottum og sauna. Morgunverður er framreiddur í veitingasal alla morgna 7:00 – 10:00.
Veitingastaður er á hótelinu sem er opinn alla daga á sumrinn. Nálægðin við fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega. Matseðill veitingastaðarins er fjölbreyttur og reynt að mæta óskum allra.
Hótel Vestmannaeyjar er góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á, njóta fallegrar náttúru, skoða mannlífið á eyjunni eða spila golf á glæsilegum 18 holu velli.