Jómfrúin
Jómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti. Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð er í öndvegi. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.
Jómfrúin hefur starfað óslitið í 23 ár og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð.
Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.