Tilveran
Veitingahúsið Tilveran er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar, rétt við höfnina í vinalegu umhverfi. Notalegur staður með persónulega þjónustu.
Hjá Tilverunni er metnaður settur í vandaða matreiðslu. Á sérréttamatsðli er fjöldi girnilegra rétta, auk spennandi 3ja rétta matseðils dagsins. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og verðin koma þægilega á óvart.
Hafnarfjörður hefur upp á ýmislegt að bjóða s.s. söfn, iðandi mannlíf við höfnina og ekki síst hraunið sem bærinn er byggður á. Missið ekki af heimsókn í Hafnarfjörð - hún er vel þess virði. Tilveran er tilvalinn staður í upphafi eða lok heimsóknar í Hafnarfjörð
Opnunartími tilverunnar er:
Hádegi
11:30 - 14:00
Virk kvöld
18:00 - 21:00
Föstudags og Laugardagskvöld
18:00 - 22:00