Kol - Kitchen & Bar
Veitingastaðurinn Kol opnaði í febrúar 2014 og hefur fengið mjög góðar viðtökur frá fyrsta degi. Að Kol standa reynslumiklir menn í veitingabransanum. Eldhúsinu á Kol stjórna Kári Þorsteinsson og Einar Hjaltason. Þeir hafa báðir unnið á mörgum vinsælustu og flottustu veitingastöðum Evrópu. Barnum og salnum á Kol stjórnar Gunnar Rafn Heiðarsson en hann hefur verið veitingarstjóri á mörgum flottustu veitingahúsum Reykjavíkur. Eldhúsið á Kol leggur mikið uppúr „comfort“ mat með klassísku twisti. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa, á boðstólnum er gott úrval fjölbreyttra forrétta ásamt ýmis konar fingurfæðisrétta. Í aðalrétt eru hinar ýmsu steikur kolagrillaðar í kolaofni og einnig er boðið upp á úrval fiskrétta og ekki má gleyma eftirréttunum. Á barnum á Kol er mikið lagt upp úr hágæða kokteilum þar sem allir safar eru nýkreistir og mikið af innihaldsefnunum eru löguð frá grunni í húsinu og er hann leiðandi ásamt nokkrum öðrum í rísandi kokteilsenu Íslands.