Vök Bistro
Veitingastaður Vök Baths, Vök Bistro er tilvalinn að auka enn frekar á upplifun dagsins. Á Vök Bistro er boðið upp á úrval bragðgóðra rétta ásamt léttari veitingum s.s. súpur, smárétti, þeytinga og fersk salöt. Margt hráefni kemur úr heimabyggð og er leitast við að kaupa inn lífrænt eins og kostur er. Gott samstarf er við austfirska bændur til að tryggja ferskt og fyrsta flokks hráefni.
Á Tebarnum bjóðum við upp á úrval af lífrænum jurtadrykkjum sem gestir brugga sér sjálfir. Þar eru á boðstólnum íslenskar handtíndar jurtir sem blandað er í 75 gráðu heitt og kristaltært vatn beint úr borholum Urriðavatns. Við bjóðum jurtadrykkina einnig kælda ef gestir vilja frískandi drykk eftir slökun í heitu laugunum. Þessi drykkur er innifalinn í aðgangsmiða gesta.