Nielsen Restaurant
Nielsen veitingahús er staðsett í hjarta Egilsstaða við Tjarnarbraut 1 í elsta húsi bæjarins sem nýlega hefur verið uppgert. Húsið var byggt af dananum Oswald Nielsen árið 1944 og er því af heimamönnum oftast kallað Nielsenshús. Húsið hefur gegnt allskyns hlutverkum í gegnum árin en hefur í seinni tíð verið einn vinsælasti veitingastaður Egilsstaða.
Núverandi eigendur Nielsen eru þau Sólveig Edda Bjarnadóttir og Kári Þorsteinsson. Sólveig er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Kári er m.a. fyrrum yfirkokkur á hinum margrómaða veitingastað Dill sem var sá fyrsti á Íslandi til þess að hljóta Michelin stjörnu.
Ein af ástæðum þess að Kári og Sólveig ákváðu að flytja austur á Egilsstaði og opna veitingastað var það frábært aðgengi að hágæða staðbundu hráefni sem Austurland hefur upp á að bjóða. Ferskur fiskur, lífrænt grænmeti, allskonar villibráð og meira að segja wasabi sem er ræktað rétt hinu megin við fljótið! Matseðillinn er svo hannaður með þetta hráefni í aðalhlutverki, og tekur mið af árstíðabundnumframboði sem gerir það að verkum að seðillinn breytist ört í takt við það…þú skalt því ekki láta þér bregða ef matseðillin hefur gjörbreyst frá því þú borðaðir á Nielsen síðast.