Austur-Indíafjelagið
Austur-Indíafjelagið hefur leitt Íslendinga um undraheim indverskrar matargerðar í rúma tvo áratugi. Markmiðið hefur frá upphafi verið einfalt: Að blanda saman fersku og framandi kryddi Indlands við fyrsta flokks íslensk hráefni og bera það á borð af fagmennsku í þægilegu og afslöppuðu umhverfi. Lykillinn að velgengni okkar felst í því að skapa jákvæða upplifun fyrir alla gesti og gefa þeim ríka ástæðu til að koma aftur og aftur.