Samúelsson matbar
Samúelsson Matbar er veitingastaður í mathöll Selfoss. Við höfum sannkallaða ástríðu fyrir matreiðslu og leggjum áherslu á fallegan, litríkan og ofar öllu bragðgóðan mat sem við berum fram með kokteilum og víni.
Þó svo við séum staðsett í mathöll er þetta ekki skyndibita staður heldur erum við með góðan og fallegan mat á góðu verði. Á Samúelsson höfum við tileinkað okkur nýjar skandinavískar matarhefðir með asísku ívafi. Staður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara.
Samúelssin matbar er nr.1 á tripadvisor á öllu suðurlandi. Samúelssin matbar fékk "Travelers choice award" árið 2023 á TripAdvisor.