Grand Restaurant
Grand Restaurant er nútímalegur og glæsilegur veitingastaður þar sem hægt er að njóta fyrsta flokks matargerðarlistar. Veitingastaðurinn er opinn daglega og er með bæði hádegis- og kvöldverðarseðil.
Fjölbreytt úrval ljúffengra rétta prýða matseðilinn. Áhersla er lögð á íslenska og norræna matargerð og eingöngu er notast við úrvals hráefni. Það er okkur sönn ánægja að geta einnig boðið upp á breitt úrval af vínum, sérvalin af vínþjónum okkar.
Hvort sem þið viljið njóta veitinga eða drykkja mælum við með heimsókn til okkar, þar sem þið getið sest niður fyrir framan arineldinn og notið góðra samverustunda en við leggjum okkur fram við að skapa rólegt og streitulaust andrúmsloft.