Frost restaurant
Á Frost er boðið upp á hlaðborð daglega þar sem má finna gott úrval af heitum réttum ásamt salatbar. Einnig er boðið upp á súpu hlaðborð, samlokur, kökur og snarl. Á Frost finnur þú mikið úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt bjór og léttvíni.
AÐSTAÐA & STAÐSETNING
Veitingastaðurinn er í nýlegri byggingu, staðsettur nálægt náttúruperlunni Fjallsárlóni þar sem þú getur notið einstaks útsýnis yfir Fjallsjökul og nærliggjandi fjallgarða.
Þú finnur okkur við þjóðveg 1 á suðausturlandi. Við afleggjarann er skilti sem á stendur Iceberg Boat Tours & Frost Restaurant. Veitingastaðurinn er rekinn af einkaaðilum, þeim sömu og bjóða upp jökullón siglingar á Fjallsárlóni.
Þú einfaldlega mætir og við tökum vel á móti þér!
Opnunartími: 09:30-17:00 alla daga
(apríl-október)
Nánari upplýsingar: fjallsarlon.is