Verksmiðjan Restaurant
Verksmiðjan Restaurant er veitingastaður með sérinngangi og nóg af bílastæðum á Glerártorgi á Akureyri. Staðurinn var hannaður og byggður upp frá grunni sem veitingastaður og ber hönnun þess merki en hann er á tveimur hæðum þar sem möguleiki er að sýna frá íþróttaviðburðum á fjölmörgum skjám á efri hæðinni á meðan neðri hæðin er skemmtileg með stórum gluggum og mikilli lofthæð og leikhorni fyrir börnin.
Verksmiðjan er vinaleg og fjölskylduvæn með 100 rétta matseðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir vilji pizzu, hamborgara, fisk, steik eða grænmetisrétti.
Staðurinn opnar 11:30 alla daga og er opinn til 21:30 á föstudögum og laugardögum og til 21:00 aðra daga.
Kynnið ykkur matseðilinn okkar á verksmidjanak.is og verið velkomin á Verksmiðjuna.