Fara í efni

Hótel Langaholt

Langaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í sveit þeirri er áður hét Staðarsveit en er núna hluti Snæfellsbæjar. 

Svæðið umhverfis er sannkölluð náttúruperla, tignarlegur fjallgarður, jökullinn í allri sinni dýrð, gullin strönd við Faxaflóann og stjörnubjartur himinn með norðurljósatrafi þegar skyggir. 

Langaholt er í miðri hringiðu Snæfellskrar náttúru, strönd, fjöll, hraun, vötn, lækir, fuglar, selir, allt er þetta í grennd og meira til, já sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni tign. Umhverfi Langaholts er markað af nálægð sinni við sjóinn og hinni gullnu strönd og er margt þar forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur unga sem aldna og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra. 

Hvað er í boði

Langaholt

Á Langaholti er rekinn metnaðarfullur veitingastaður sem er öllum opinn. Fyrirfram valinn matseðill eða sértækar lausnir í boði fyrir hópa eftir samkomulagi. Erum opin fyrir séróskum og óhefðbundnum útfærslum. 

Við leggjum aðaláherslu á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem fást af nægtarborði náttúrunnar á hverjum tíma. 

Veitingasalurinn tekur 60 manns í sæti, einnig er lítill hliðarsalur með kaffiborðum og sæti fyrir um 20 manns. 

A.T.H.: Við viljum gjarnan fá upplýsingar varðandi grænmetisfæði eða fæðuofnæmi við komu eða áður en pantað er.

Í eldhúsinu bökum við öll okkar brauð, gerum okkar eigin sultur og marmelaði og megnið af álegginu á morgunverðarborðinu er heimagert. Sama má segja um súpur, sósur og eftirrétti. Veitingastaðurinn hefur náð að marka sér nokkra sérstöðu með skemmtilegri nálgun á staðbundið hráefni og hefur þeirri viðleitni verið vel tekið meðal gesta. 

Morgunverðarhlaðborðið er opið milli kl. 8:00 og 10:00. 

Ef sér óskir eru um morgunmat fyrir kl. 8:00 vinsamlegast hafið samband við starfsmann í afgreiðslu. 

Við bjóðum uppá kvöldverðarhlaðborð daglega frá 19:00-20:30.

Sérgrein okkar er sjávarfang. Við njótum þess hvað byggðin undir jökli á gjöful fiskimið svo nálægt landi og fáum við allan okkar fisk beint frá vinum okkar á fiskmarkaðnum eða við skipshlið. 

Fisktegundir í boði ákvarðast af því hvaða afli berst að landi á Snæfellsnesi hverju sinni. 

Langaholt Restaurant

Langaholt is an ambitious fish restaurant with primary focus on local material from the Snæfellsnes Peninsula. All our fish is provided by our friends, the fishermen in the area. At Langaholt we are known for our unique and fun approach using local ingredients, followed by great reviews and praise. The main restaurant seats 60 persons, a smaller hall room on the side for 20 persons is also available. 

At Langaholt we are known for our unique and fun approach to using local ingredients. 

Notice: Information on alternatives for vegetarians or food allergies should be forwarded on arrival or prior to ordering.

Our breakfast buffet is open from 8:00am to 10:00am. If you wish to have breakfast before 8:00am please contact the lobby.

In our kitchen, we bake all our bread and make our own jam and marmelade. We also make from scratch our soups, sauces, and deserts, and most of the bread toppings are homemade too. 

We serve a dinner buffet daily from 7:00pm - 8:30pm.

Local fish and seafood are our specialities. Only a few places have as rich and generous fishing grounds as the settlement at Snæfellsjökull. Our fish is provided by our friends, the fishermen in the area. 

The fish we serve is the catch of the day which the local fishermen bring to shore at Snæfellsnes.