Fara í efni

Klausturkaffi

Klausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð og notkun á hráefni af svæðinu s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð alla daga auk lítils matseðils.

Einungis er opið fyrir hópa í kvöldverð eða þegar sérstakir viðburðir eru í húsinu.

Veitingastaðurinn rúmar um 50 manns í sæti en að sumri er einnig hægt að sitja úti á verönd. Yfir veturinn er opið kringum viðburði og hægt að fylgjast með því á heimasíðunni þar sem einnig er að finna matseðla. Hópar alltaf velkomnir í fjölbreyttar veitingar eftir samkomulagi. 

Opnunartími:
Apríl og maí, kl. 11-16
Júní - ágúst, kl. 10-17
September - 13. október, kl. 11-17  

Hvað er í boði