Gamli bærinn
Það ríkir vinalega stemning í Gamla bænum frá opnun og fram á kvöld. Boðið er uppá úrval ljúffengra rétta af grillinu eins og hamborgara og ferskan fisk sem og smárétti til að deila. Að Sjálfsögðu er einnig boðið upp á hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi sem má teljast „þjóðarréttur“ Mývetninga.
Opið alla daga frá 12:00 til 22:00
Eldhúsið er opið frá klukkan 12:00 til 15:00 og aftur frá klukkan 18:00 til 21:00
Drykkir og kaffihúsaveitingar eru í boði allan daginn.
Innilega velkomin til okkar í Gamla Bæinn.