Eiriksson Brasserie
EIRIKSSON BRASSERIE er veitingastaður í miðborg Reykjavíkur, í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77.
Matseðillinn á EIRIKSSON BRASSERIE er í evrópskum matargerðarstíl þar sem sérstök áhersla er lögð á ítalska matargerð. Glæsilegur vínkjallari hússins, staðsettur í gömlu peningageymslunum skapar óviðjafnanlega stemningu. Þar er að finna fágætt safn vína sem samanstendur af um 4000 flöskum sem margar hverjar eru ófáanlega á almennum markaði. Í peningageymslunum er einkaherbergi sem hægt er að panta og þar er dekrað við gesti í mat og drykk.
EIRIKSSON BRASSERIE mun umfram annað leggja áherslu á afslappaða stemningu, hvort sem er þegar gestir hefja daginn á ljúffengum hádegisverði eða ljúka honum á sérbrugguðum EIRIKSSON Kalda á barnum.