Fiskfélagið
Það er ekki nóg með að matseðillinn sé ævintýri sem ber þig umhverfis hnöttinn, heldur er umgjörð staðarins og samsetning hreinræktað ævintýri. Zimsen-húsið var byggt 1884 og tvöfaldað að stærð 1889 á lóð númer 21 við Hafnarstræti. 2006 var Zimsen húsið tekið af grunni sínum og flutt út á Granda þar sem það var gert upp af alúð og natni eins og sjá má.
Við undirbúning Grófartorgs fannst gamli hafnarbakkinn frá 1850 sem nú hefur verið endurgerður sem listaverkið „Flóð og fjara“ af Hjörleifi Stefánssyni og Minjavernd og gefur útisvæðinu einstakt yfirbragð. Þar hækkar og lækkar í líkt og við nýju höfnina. Þegar þessi góði grunnur hafði verið lagður var svo tími til komin að sækja húsið út á granda og tilla því eins og kórónu ofan á nýformað Grófartorg.
Fiskfélagið tekur brosandi á móti þér og leiðir þig í gegnum heimshornaflakk bragðlaukanna sem byrjar líkt og í bestu ævintýrum undir brú.