Kaffi Munkar
Á Kaffi Munkar byrjum við daginn á morgunverði fyrir Klausturhof Guesthouse sem og gesti og gangandi. Ef þú vilt geturðu bara látið þér kaffibolla duga og farið svo af stað í ævintýri dagsins. Í hádeginu er boðið upp á léttar veitingar eins og súpur eða fiskrétt og að sjálfsögðu kaffi og kökur.
Kvöldverður hefst klukkan 17:30 og hægt er að velja um ýmsa rétti. Allt frá okkar vinsæla fisk og frönskum upp í íslenska lambasteik.