Hótel Edda Akureyri
Hótelið er staðsett miðsvæðis á horni Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og er starfrækt sem heimavist fyrir menntaskólana á veturna en á sumrin breytast vistirnar í fallegt hótel.
Gamla vistin er með 72 herbergi - flest öll með handlaug og sameiginlegri - bað og salernisaðstöðu. Á nýju vistinni eru 132 Eddu Plús herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Stutt er í miðbæinn og sundlaugina frá hótelinu og ekki má gleyma lystigarðinum sem er við hliðina á hótelinu
Aðstaða á staðnum:
- Alls 204 herbergi
- 132 Eddu PLÚS herbergi m/ baðherbergi, sjónvarpi og síma
- 72 herbergi m/ handlaug
- Kaffihús
- Fundarsalir
- Frítt internet
Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður
Afþreying í nágrenninu:
- Akureyrarlaug
- Skrúðgarðar
- Skógargöngur
- Fjallaferðir og klifur
- Hvalaskoðun
- Hestaferðir
- Söfn
- Nyrsti 18 holu golfvöllur heims