Dalakofinn
Við leggjum áherslu á góðan mat á sanngjörnu verði og góða þjónustu. Í veitingastaðnum finnur þú fjölbreytt úrval af spennandi réttum, meðal annars ljúffengar heimagerðar pizzur, hamborgara úr Reykdælsku nautakjöti, alvöru íslenska kjötsúpu og gratíneraðan plokkfisk að hætti hússins.
Eftir matinn geturðu verslað allar helstu nauðsynjar í versluninni okkar í hinum enda hússins.
Við veitum afslátt gegn framvísun KEA korts, 5% (þó ekki af tóbaki og drykkjum).
Kíktu við hjá okkur, við tökum vel á móti þér!
Opið alla daga. Opnunartíma má finna á dalakofinn.is.