Brasserie Askur
Allt frá byrjun hefur markmið Asks verið að nota aðeins fyrsta flokks hráefni ásamt því að vera fyrstur í Evrópu með fitumælingar í kjöti, einnig að bjóða uppá ýmiskonar nýjungar eins og t.d. að matreiða í opnu eldhúsi þannig að viðskiptavinurinn gæti séð hvað var verið að elda. Askur var fyrsti íslenski BBQ staðurinn og bauð upp á grillaða kjúklinga, glóðarsteikur, lambakótilettur, nautasteikur og kokteilsósuna frægu.
Við leggjum okkur fram við að hafa allt fyrsta flokks og höfum gæði, þjónustu og notalegt umhverfi að leiðarljósi. Askur hefur verið einn besti Grillstaðurinn i Reykjavik síðan 1966. Við á Aski höfum upp á að bjóða fjölbreyttan matseðil og ferskt salat daglega.