Fara í efni

Vakinn

Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í umsjá Ferðamálastofu. Fyrirtæki með vottun uppfylla ákveðin viðmið er varða gæði, öryggi, umhverfismál og sjálfbærni. Vottunin veitir ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald og hvatningu til að viðhalda háum gæðastöðlum og til að sýna ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Sjá nánar.

Náttúran skoðuð
Fyrir fjölskylduna
Ævintýraleiðangur
Sport
Útaf fyrir þig
Á meðal fólks
Í tjaldi og ferðavagni
44 niðurstöður
Vakinn

Skaftárstofa – Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri

Klausturvegur 10,

Skaftárstofa er glæsileg ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs við þjóðveg eitt, við Sönghól, í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Þar er jafnframt upplýsingamiðstöð fyrir Skaftárhrepp. Á meðan unnið er að nýrri fræðslusýningu um þjóðgarðinn í rýmið býðst gestum að skoða sýningu Jöklarannsóknafélags Íslands, Vorferð. Sýningin var gerð í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og varpar meðal annars ljósi á sögu félagsins, segir frá skálabyggingum, vorferðum á jökli, sporðamælingum, rannsóknarverkefnum, jöklabakteríunni og tímaritinu Jökli.

Stuttmyndir:
Eldgosið í Grímsvötnum 2011
Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Opnunartímar gestastofu

Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.

Vakinn

Enterprise Rent-A-Car

Klettagarðar 12,

Enterprise á Íslandi býður upp á fjölbreytt úrval bíla til skammtímaleigu eða langtímaleigu. Félagið hefur byggt velgengni sína á háu þjónustustigi, ánægju viðskiptavina og starfsmanna. 

Enterprise Rent-A-Car er alþjóðleg bílaleiga með starfsemi í yfir 90 löndum og hefur verið starfandi á Íslandi síðan 2014. Bílafloti Enterprise á heimsvísu telur um 1,5 milljón bíla og í heildina starfa um 90.000 starfsmenn hjá fyrirtækinu. 

Eterprise Rent-A-Car var stofnað árið 1957 af Jack Taylor og er enn í eigu fjölskyldunnar sem leggur mikið upp úr því að veita framúrskarandi þjónustu. 

Vakinn

Friðheimar

Reykholt, Bláskógabyggð,

Matarupplifun

Í Friðheimum bjóðum við upp á einstaka matarupplifun, þar sem borin er fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar. Gestirnir upplifa miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi! 

Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr Litlu Tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar! 

Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana. 

Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu. 

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram á www.dineout.is/fridheimar 

Vakinn

The Retreat - Bláa Lónið

Superior
Svartsengi ,
The Retreat Hotel er fimm stjörnu hótel við Bláa Lónið. Þetta 60 herbergja hótel sameinar heilsulind, jarðhitalón og Michelin-veitingastað sem endurglæðir íslenskar matreiðsluhefðir. Gestum gefst kærkomið tækifæri til þess að draga sig í hlé frá amstri dagsins og stíga inn í heim endurnærandi slökunar þar sem hlúð er að hverju smáatriði.
Vakinn
Vakinn

Ís og Ævintýri / Jöklajeppar

Vagnsstaðir,

Í meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul.

Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones.

  • Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00
  • Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.  
  • Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta
  • Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf.

Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000

Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2,

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Vakinn

Perlan - undur íslenskrar náttúru

Öskjuhlíð,

Fjölþætt og stórbrotin náttúrusýning
Perlan hýsir í dag stærstu náttúrusýningu landsins. Markmið sýningarinnar er að fræða unga og aldna um magnaða náttúru Íslands og er áhersla lögð á nútímalega vísindamiðlun og faglegan grunn í öllu fræðsluefni sýningarinnar. Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt. Um er að ræða margverðlaunaða sýningu sem á sér enga líka í heiminum.

Hápunktar:
-
Íshellir
- Jöklasýning
- Norðurljósasýning í stjörnuveri Perlunnar
- Sýning um krafta náttúrunnar
- Látrabjarg
- Sýning Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í Náttúru Íslands
- Ísgerð og kaffihús Perlunnar

Perlan Ísgerð
Ný og glæsileg ísgerð hefur opnað á 4. hæð Perlunnar. Um er að ræða ferskan og ljúffengan ís sem búinn er til að staðnum, einstakt umhverfi til að njóta hans og besta verðið í bænum!

Perlan kaffihús
Rjúkandi heit súpa, brauð, kökur, bjór, vín og einstaklega gott kaffi. Njóttu á toppi Reykjavíkur með síbreytilegt útsýni.

Perlan veitingahús
Perlan er einn glæsilegasti veislu- og viðburðasalur landsins. Afgerandi arkitektúr og yfirbragð Perlunnar gerir viðburðinn einstakan. Hægt er að bóka salinn á info@perlan.is.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal,

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is

Vakinn

Hey Iceland

Síðumúli 2,

Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.

Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is

Vakinn

Special Tours

Geirsgata 11,

Special Tours bjóða uppá ævintýraferðir á sjó fyrir alla fjölskylduna frá gömlu höfninni í Reykjavík. Dæmi um ferðirnar sem eru í boði eru hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstangaveiði, RIB hraðbátaferðir og norðurljósaferðir. Allar ferðirnar eru í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.

Special Tours gera út 6 báta og geta því boðið uppá fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa bæði í skipulagðar brottfarir og sérferðir fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa o.s.fr. Lengd ferða er allt frá 45 mín. til 3,5 klst.

Sjóstangaveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóstangir og hlífðarfatnaður er til staðar og áhöfnin hjálpar til við að gera að aflanum sem er grillaður um borð í lok ferðar við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Sé afgangs afli er að sjálfsögðu boðið uppá að taka aflann með sér heim.

RIB hraðbátaferðir eru tilvaldar fyrir þá sem vilja meiri hraða og meira stuð í ferðunum. Báturinn tekur allt að 12 manns í dempandi sæti fyrir aukin þægindi og er tilvalinn í skemmtiferðir um sundin en er einnig frábær í 2 klst. hvalaskoðunarferðir út í Faxaflóa. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, starfsmannahópa, gæsanir og steggjanir.

Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996. Farþegar okkar komast mjög nálægt eyjunum rétt fyrir utan Reykjavík vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Stutt og tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ekki þarf að sigla langt út, heildartími ferðarinnar er um 1 klst. og nóg af sætum bæði innandyra og úti.

Norðurljósasiglingar er ógleymanleg ferð þar sem norðurljósin eru elt uppi á sundunum fyrir utan Reykjavík, í fjarlægð frá ljósmengun borgarinnar.

Fyrir nánari upplýsingar um ferðirnar, verð og brottfarartíma bendum við á heimasíðu Special Tours www.specialtours.is. Fyrirspurnir um sérhópa má senda á info@specialtours.is eða hringja í síma 560 8800. 

Vakinn

Bustravel Iceland

Skógarhlíð 10,

BusTravel Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1960, og hefur því mikla reynslu þegar kemur að skipulagningu ferða og ferðaleiðsögn um vinsælustu áfangastaði Íslands. BusTravel Iceland býður upp á fjölbreytt úrval skipulagðra dagsferða og lengri ferða, hvort sem það eru áætlunarferðir eða einkaferðir í stærri og minni rútum frá Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Rútur fyrirtækisins eru nýlegar, með þæginlegum sætum og eru margar hverjar útbúnar salernum.

Það sem sem gerir þjónustu BusTravel Iceland einstaka er hin mikla reynsla og þekking að búa til vel úthugsaðar og ógleymanlegar ferðir. Þar sem við samtvinnum í ferðum okkar stopp á helstu áfangastaði Íslands og minni þekkta staði útfyrir alfaraleið. Leiðsögumenn okkar eru þjálfaðir í að fræða gesti okkar um menningu, sögu og landfræði Íslands auk þess að deila sinni persónulegu reynslu af landinu, til þess að búa til ógleymanlegar minningar.

Starfsmenn BusTravel Iceland eru ástríðufullir með að sýna ferðamönnum bestu hliðar Íslands og huga að öllum þörfum viðskiptavina okkar til að tryggja að þau fái sem mest útúr ferðalaginu sínu um Ísland. Áhersla fyrirtækisins gagnvart viðskipavinum sínum sést sé litið á fjölda verðlauna sem það hefur hlotið. BusTravel Iceland hefur verið úthlutað viðurkenninguna Travelers' Choice badge frá TripAdvisor á herju ári síðan 2016. Auk þess var BusTravel Iceland útnefnt Innovative Tour Company of the Year in Iceland af Travel & Hospitality Awards og nýlega hlaut BusTravel Iceland Viator Experience Award 2023.

Sjálfbærni og sjálfbær ferðaþjónusta er mjög mikilvæg fyrirtækinu, og er lögð áhersla á að lágmarka áhrif á náttúruna og umhverfið. Þau skref sem að BusTravel Iceland hefur tekið er að almenn endurvinnsla, minnka rusl og fræða ferðamenn. 

Vakinn

DMC Incentive Travel

Hlíðasmári 19,
Vakinn

Lava restaurant, Bláa lóninu

Svartsengi,

Á LAVA helst einstakt íslenskt umhverfi og matur sem byggir á hreinu íslensku hráefni í hendur og veita einstaka íslenska upplifun. Ferskt sjávarfang og íslenskt lambakjöt setja svip sinn á matseðilinn. Nálægð við Grindavík tryggir aðgang að fersku sjávarfangi á degi hverjum.

LAVA er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið. Einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir lónið.

Vakinn

Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa

Gljúfrastofa - Ásbyrgi National Park,

Gljúfrastofa er ein af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er falleg fræðslusýning og upplýsingagjöf fyrir gesti. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans, gönguleiðir, náttúruperlur, sögu og þjónustu. Gljúfrastofa er hluti af Norðurstrandarleið og Demantshringnum.
Þar er rafhleðslustöð frá ON

Afgreiðslutími í Gljúfrastofu 2024:
16. jan - apr: 11-15 mánudaga til föstudag
maí: 10-16 alla daga
jún - ágú: 9-17 alla daga
sept - okt: 11-16 alla daga
nóv - des: 11-15 virka daga

Til að skoða vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér .

Vakinn

Moss veitingastaður - Bláa Lónið

Svartsengi,

Veitingastaðurinn Moss er einn sá fremsti á Íslandi og fékk þau einstöku viðurkenningu að vera valin í Michelin-handbókina 2019. Á veitingastaðnum má njóta magnaðs útýsinis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið.

Matreiðslumenn Moss gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru. Hægt er að velja á milli 5-7 rétta samsettra seðla sem eru breytilegir eftir árstíðum eða vegan matseðils.

Vakinn

Adventure Vikings

Gylfaflöt 17,

Adventure Vikings býður uppá stórskemmtilegt úrval af ævintýraferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Snorkeling: Dagsferðir í Silfru bæði í þurrgöllum sem fólk flýtur á yfirborðinu og í blautgöllum sem fólk getur fríkafað til að upplifa Silfru enn nánar.

Surfing: Námskeið og dagsferðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna. 

Standbretti / SUP: Námskeið fyrir alla fjölskylduna á sumrin auk ævintýra ferða í boði.

Hellaskoðun: Hellaferðir í Leiðarenda og fleiri hella í nágrenni Reykjavíkur.

Fjallgöngur: Reykjadalur við Hveragerði með slökun í heita hveralæknum.

Gullhringur: Þar sem hægt er að sameina ferðina með yfirborðsköfun eða hellaskoðun. 

Vakinn

Glacier Guides

Skaftafell,

Jöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu  nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.

Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli.
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli.
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal.
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell.
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli.
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni.
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli.


Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.

Vakinn

Into the Glacier

Skútuvogur 2,

Into the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Við bjóðum upp á

Vakinn

Stepman.is

Dynjandi,

Stepman.is er hornfirsk ævintýra og afþreyinga fyrirtæki sem leggur áherslu á vistvæna ferðamennsku í einstakri náttúru Suðausturlands. Stepman.is býður uppá stórskemmtilegt úrval af einkaferðum og persónulega þjónustu fyrir einstaklinga og litla hópa. 

Í boði eru ísklifur, fjallgöngur og jöklagöngur, ljósmyndaferðir, jeppaferðir, og íshellaferðir til að nefna það helsta. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti!

Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á step@stepman.is eða skoða heimasíðunna www.stepman.is .

Vakinn

Skaftafellsstofa – gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli

Skaftafellsstofa ,

Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Upplýsingar um opnunartíma má finna hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/svaedin/skaftafell/skipuleggja-heimsokn/skaftafellsstofa

Gönguleiðir á svæðinu eru margar og fjölbreyttar. Hér má nálgast yfirlit gönguleiða í Skaftafelli. Yfir sumarið bjóða landverðir uppá fræðslugöngur og barnastundir. 

Í Skaftafellsstofu eru upplýsingar um jarðfræði og náttúru í Skaftafelli. Sýnd er mynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á opnunartíma Skaftafellsstofu. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952.

Í Skaftafellstofu er minjagripaverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu. Þar er einnig hægt að kaupa fræðslumynd um flóð Skeiðarárjökuls árið 1996.

Veitingasala og sölubásar ferðaþjónustuaðila er á svæðinu ásamt stoppistöð áætlunarbíla. 

Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli er WC, (líka fyrir hreyfihamlaða), rennandi vatn (heitt og kalt), sturtuaðstaða, aðstaða fyrir losun húsbílasalerna, útigrill, þvottavél, þurrkari og nettenging. Þjónustumiðstöð í nágrenninu og margskonar tækifæri. 

Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring.

Þátttakandi í VAKINN - gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu.

Vakinn

Ferðafélag Íslands

Mörkin 6,

Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927. Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Allir eru velkomnir í félagið og félagsmenn njóta umtalsverðra fríðinda í formi veglegrar árbókar ár hvert og verulegs afsláttar af gistingu í skálum  og fargjaldi í ferðum félagsins og deilda þess. Þar að auki veita fjölmörg fyrirtæki félagsmönnum afslátt af þjónustu sinni.

Innan vébanda F.Í. starfa 15 deildir víða um landið. Þær eiga og reka skála og halda úti ferðum allan ársins hring.

Í Ferðafélagi Íslands eru um sjö þúsund félagsmenn. Auk ferða af ýmsum toga er margvíslegt félagslíf innan félagsins. Yfir vetrarmánuðina er efnt til myndakvölda, kvöldvaka, spilakvölda, þorrablóta og margs fleira. Allir slíkir viðburðir eru kynntir með góðum fyrirvara hér á heimasíðu félagsins.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Terra Nova

Bíldshöfði 20,

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Jarðböðin við Mývatn

Jarðbaðshólar,

Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði.

Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.

Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn.

Opnunartími:
Sumar: 10:00-23:00
Vetur: 12:00-22:00

Vakinn

Guide to Iceland

Skólavörðustígur 11,

Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.  

Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021. 

Vakinn

Glacier Adventure

Hali,

GLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.

Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.

Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is 

Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.

Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.

Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.

Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.

Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure 

Vakinn

Icelandic Mountain Guides

Klettagarðar 12,

Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á úrval afþreyingarferða á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul / Sólheimajökul, frá Skaftafelli auk gönguferða um hálendi Íslands.

Ferðirnar eru af mismunandi erfiðleikastigi en markmið okkar er að gefa sem flestum tækifæri til að eiga ævintýralega upplifun í magnaðri náttúru Íslands.

Fagmennska í leiðsögn og virðing fyrir náttúrunni eru okkar aðalsmerki og hlökkum við til að geta í sumar kynnt fyrir Íslendingum þá skemmtilegu afþreyingarmöguleika sem í boði eru.

Ferðaúrval:

Jöklaganga: Ferðalag um landslag jöklanna, litið ofan í sprungur og svelgi ásamt fræðslu um hreyfingar og eðli jökulísins. Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull). Aldurstakmark 10 ára.

Ísklifur: Frá auðveldari ferðum þar sem jöklaganga og léttklifur er tvinnað saman (frá 14 ára) upp í erfiðari leiðir (frá 16 ára). Í boði á Sólheimajökli og frá Skaftafelli (Falljökull).

Fjallgöngur: Fjölbreyttar gönguferðir í boði. Hæsti tindur Íslands og vinsæl áskorun þeirra sem komnir eru með góðan grunn í fjallgöngum. Fimmvörðuháls er ferð sem sameinar margt það fallegasta í íslenskri náttúru. Ferðir í boði fyrir einstaklinga og hópa.

Kayakferðir: Létt kayaksigling á lóninu sem á síðustu árum hefur myndast fyrir framan Sólheimajökul. Aldurstakmark 12 ára.

Fjórhjólaferðir á Sólheimasandi: Ekið niður í Sólheimafjöru og hvalbein sem þar liggja heimsótt. Margbreytilegt landslag fjörunnar skoðað og komið við hjá Flugvélaflakinu fræga. Aldurstakmark 8 ára.

Snjósleðaferðir: Ferð um snjóbreiðurnar á toppi Mýrdalsjökuls. Á góðum degi má njóta stórkostlegs útsýnis yfir Suðurland. Aldurstakmark 8 ára.

Gönguferðir um hálendið: Ein besta leiðin til að kynnast margbreytileika íslenskrar náttúru er að ferðast á fæti. Klassískar perlur eins og Laugavegurinn, Fimmvörðuháls, Sveinstindur og Strútstígur verða í boði í sumar ásamt bakpokaferðinni frá Núpstaðarskóguum í Skaftafell.

Samsettar ferðir: Hægt er að kaupa pakka þar sem fleiri en ein ferð eru tengdar saman.

Við leggjum við mikið upp úr öryggi í ferðum og menntun leiðsögumanna og eru allir okkar leiðsögumenn með réttindi og skyndihjálparþekkingu. Umhverfismál eru einnig okkar hjartans mál og miðum við að því að öll okkar starfsemi hafi sem minnst áhrif á viðkvæma náttúruna í kringum okkur. Fyrirtækið starfar eftir virkri umhverfistefnu og rekur m.a umhverfisjóð sem annað hvert ár veitir styrki til verkefna á ferðamannastöðum.

Vakinn

Bláa lónið

Svartsengi,

Bláa Lónið var stofn að árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins.

National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.

Vakinn

Sky Lagoon ehf.

Vesturvör 44,

Nýtt baðlón sem opnaði voruð 2021, staðsett á ysta odda Kársnessins í Kópavogi.

Heillandi heilsulón þar sem hefðir, hönnun og menning svífa yfir vötnum.

Vakinn

Laugarvatn Fontana

Hverabraut 1,

Laugarvatn Fontana er frábær staður til að stoppa við á, á ferðalaginu um landið, og slaka á í heitum laugum og náttúrulegu gufubaði.

Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun í hinni einstöku GUFU sem er beint yfir náttúrulegum gufuhverum sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur beint við Laugarvatn og þú upplifir einstaka fjallasýn á meðan þú endurnærist á þessum heilsuvæna stað.

Opnunartími:

Alla daga : 10:00 – 21:00

Verðskrá:
Fullorðnir (17+) 4990 kr.
Unglingar (10-16) 2990 kr.
Börn (0-9) frítt með fullorðnum
Eldri borgarar 2990 kr.
Öryrkjar 2990 kr.

Upplifðu orku jarðar í bakarísferðunum okkar.

Alla daga, klukkan 10:15, 11:45 og 14:30 förum við niður að vatninu þar sem við gröfum upp hverabrauð sem búið er að bakast í sólarhring í heitri jörðinni.

Gestum er velkomið að bóka sig í ferð með okkur og upplifa þettta einstaka bakarí jarðhitans. Smakkað er á nýbökuðu brauðinu sem borið er fram með íslensku smjöri og reyktum silungi.

Þetta er tilvalin upplifun fyrir hópa. 

Verð 2.990 kr. á mann.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Vinsamlegast bókið fyrirfram. Hlökkum til að sjá ykkur.

Við erum á facebook
Við erum á instagram

Vakinn

Hótel Varmaland

Varmaland,

Á hótelinu eru 58 endurnýjuð herbergi í skandinavískum stíl, útbúin öllum helstu þægindum. Þar sem lagt var upp með að halda sjarma gamla húsmæðraskólans eru herbergin mismunandi að stærð. Economy herbergi er góður valkostur fyrir einstakling eða par en í Standard herbergjum er hægt að velja á milli þess að hafa tvíbreið rúm eða tvö rúm með náttborði á milli. Deluxe og Superior herbergi eru stærri og þar er hægt að bæta við auka rúmi svo herbergin geta rúmað allt að þrjá gesti. Öll herbergi eru með sér baðherbergi og baðvörum, sjónvarpi, te- og kaffiaðstöðu og þráðlaust net er um allt hótel. Morgunmatur innifalinn í gistingunni og er framreiddur á 4. hæð á veitingastaðnum Calor frá 08:00 til 10:00 virka daga og frá 08:00 til 10:30 um helgar. Innritun er frá kl 15:00 á daginn og útritun er til kl 11:00.

Vakinn

Eldhestar

Vellir,

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins og Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt.

Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar  og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum.  Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins.  Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum;  flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal,  sem og hjólreiðaferð um Reykjavík  svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour.

Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið.  Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18,

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Vakinn

Travel Connect

Bíldshöfði 20,

Travel Connect er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og leiðandi í þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi. Travel Connect þjónustar sjö öflug fyrirtæki við mannauðsstjórnun, fjármál, markaðssetningu og vöruþróun. Fyrirtækin eru með starfsstöðvar á Íslandi, Svíþjóð og Skotlandi og þar starfa um 300 manna öflugur og samhentur hópur fólks.

Vakinn

Bus4u - Iceland ehf.

Vesturbraut 12,

Hjá Bus4u Iceland færðu þær lausnir sem þú þarf í samgöngum á landi, við bjóðum uppá almennar hópferðir, almenningssamgöngur, starfmannaakstur, hvataferðir og hvað sem er sem viðkemur því að ferðast í hópferðabíl. Við hjálpum þér að fínpússa hugmyndina þína með hagsmuni þína að leiðarljósi.


Flotinn okkar samstendur af 7 manna lúxusbílum uppí 72 farþega langferðabíla og allt þar á milli. Hafðu samband og fáðu ráðgjöf fyrir ferðina þína.

Vakinn

Blue Car Rental

Blikavellir 3 - Keflavíkurflugvöllur/Keflavík Airport,

Blue Car Rental er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var 2010 og erum við stærsta alíslenska bílaleigan á Íslandi. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á góða þjónustu og að öryggi viðskiptavinarins sé haft að leiðarljósi. Með því að bjóða upp á nýja og vel útbúna bíla getum við tryggt öryggi viðskiptavinarins og boðið upp á frábæra þjónustu.

Blue Car Rental er staðsett hjá Keflavíkurflugvelli þar sem opið er allan sólarhringinn. Skrifstofan okkar í Reykjavík er opin alla daga frá 08:00  18:00.  

Skrifstofurnar okkar:

Blikavellir 3 – Keflavíkurflugvöllur
235 Reykjanesbær

og

Fiskislóð 22
101 Reykjavík

Vakinn

Silica Hotel

Superior
Svartsengi,

Árið 2005 opnaði Silica hótel og var það um áraskeið lækningalind fyrir psoriasis meðferðir Bláa Lónsins. Þó psoriasis meðferðir fari þar enn fram, þá er hótelið í dag vinsæll áfangastaður til afslöppunar fyrir alla. Á Silica hótel eru 35 herbergi og einkalón fyrir hótelgesti.

Vakinn

DIVE.IS

Hólmaslóð 2,

DIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði.

Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube 

Snorkl ferðir

Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda).

Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni. 

Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.

Myndband af snorkli í Silfru 

Snorkl í Kleifarvatni 

Köfunarferðir

Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra. 

Köfunarnámskeið

Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is.

Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru. 

Fyrir hópa

Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn. 

Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa.

Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar. 

Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.

Vakinn

Dive Silfra

Vatnagarðar 8,

Dive Silfra bíður upp á snorkeling og köfunarferðir frá þingvöllum - möguleiki á pick up-i frá Reykjavik.

Vakinn

Iceland Encounter ehf.

Sundagarðar 2, 4. hæð,

Iceland Encounter býður upp á einstakar ævintýraferðir um óbyggðir Íslands.

Vakinn

Tjaldsvæðið Reykjavík

Sundlaugarvegur 32,

Tjaldsvæðið er frábærlega staðsett, við hliðina á sundlauginni og Farfuglaheimilinu í Laugardal. Auk þess er stutt í aðra þjónustu og afþreyingu í borginni.

Húsbílasvæðið bíður góða aðstöðu fyrir campera, húsbíla og tjaldvagna inn á vöktuðu svæði sem læst er með hliði. Um 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn en samtals er pláss fyrir 60 bíla. Þráðlaust WIFI. Skammt frá er aðstaða til að losa ferðasalerni. Tjaldgestum og gestum á bílum með fortjöldum er vísað á efra svæðið þar sem er ekki rafmagn.

Svæðið er opið allt árið en yfir vetrarmánuðina takmarkast aðstaðan við bað- og eldurnaraðstöðu. Aðra þjónustu finna gestir á Farfuglaheimilinu Dal við hliðina þar sem er móttakan.   

Það er nauðsynlegt að bóka pláss fyrirfram á vefsíðu okkar. Þannig býðst besta verðið og þið fáið aðgang að hliðinu á húsbílasvæðinu frá kl 13:00 til kl 11:00 á brottfarardegi. Hámarksdvöl á svæðinu er 14 dagar yfir vetrarmánuðina annars 7 dagar.

Vakinn

Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs

Skriðuklaustur,

Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM.

Í Snæfellsstofu er sérlega áhugaverð og falleg sýning, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins. Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum.

Minjagripaverslun er í gestastofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. Kaffi, te og léttar veitingar eru til sölu

Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri örlítið lengra inn dalinn en þar sem beygt er upp á Fljótsdalsheiði. Aðgengi er fyrir fatlaða.

Aðgangur er ókeypis.

Opnunartími:
Opnunartíma má finna á með því að smella hér. 

Vakinn

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður

Skriðuklaustur,

Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 1939. Frá aldamótum hefur Gunnarshús verið opið sem menningar- og fræðasetur með fjölbreyttum viðburðum og sýningum. Þar hægt að skoða safn um skáldið og njóta persónulegrar leiðsagnar um ævi Gunnars og húsið sjálft sem var gefið íslensku þjóðinni árið 1948. Húsið er friðað en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger.

Skriðuklaustur er einnig þekkt fyrir klausturminjar en á 16. öld stóð þar munkaklaustur af Ágústínusarreglu. Rústir þess voru grafnar upp á árunum 2000-2012. MInjasvæðið er aðgengilegt allt árið, rétt neðan við Gunnarshús. Hægt er að fá leiðsögn um minjasvæðið en sýning um sögu klaustursins er í húsi skáldsins. Þar er einnig veitingastaðurinn Klausturkaffi. 

Opnunartími

Apríl og maí, kl 11-17
Júní - ágúst, kl. 10-17
September - 13. október, kl. 11-17  

 

Vakinn

Viking Rafting

Hafgrímsstaðir, Varmahlíð,

Viking rafting er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í flúðasiglingum og er staðsett í Skagafirði. Það hefur starfað í 27 ár, og við erum með fjölbreytta og skemmtilega starfsemi. Við erum með eitthvað sem hentar öllum bæði öfgafull fyrir þá ævintýragjörnu og fjölskylduvænt.

Flúðasiglingar er svolítið eins og uppáhalds tækið þitt í Disney World, bara án öryggisbeltis! Rétt eins og þar þarft þú ekki að hafa reynslu af flúðasiglingum til að uppgötva hvers vegna ferðir á austur og vestur Jökulsám eru orðnar einkennandi fyrir flúðasiglingar á Íslandi. Við erum reynslumiklir atvinnumenn svo þú þurfir ekki að vera það.