Fara í efni

Gott aðgengi í ferðaþjónustu

Gott aðgengi er fræðslu- og hvatningarverkefni um aðgengismál á vegum Ferðamálastofu. Um er að ræða sjálfsmat sem ætlað er að aðstoða ferðaþjónustuaðila við að taka á öruggan og ábyrgan hátt á móti fötluðum einstaklingum þannig að aðstaða og þjónusta sé í samræmi við þarfir þeirra. Fyrirtæki sem bera merki verkefnisins telja sig uppfylla a.m.k. lágmarkskröfur varðandi aðgengismál. Sjá nánar.

Náttúran skoðuð
Fyrir fjölskylduna
Sport
Útaf fyrir þig
Á meðal fólks
Í tjaldi og ferðavagni
7 niðurstöður

Stúkuhúsið Café / Restaurant

Aðalstræti 50,

Stúkuhúsið er notalegur veitingastaður á Patreksfirði sem er staðsettur á mjög góðum útsýnisstað nálægt sundlauginni.

Opnunartíma og aðrar upplýsingar má finna á Facebook síðu Stúkuhússins og á heimasíðunni www.stukuhusid.is.

Á matseðli er lögð áhersla á ferskasta fisk dagsins og að sjálfsögðu íslenska lambið.

Fjölbreyttur matseðill þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, súpur, salöt,bökur o.s.frv.

Heimabakaðar kökur og allar gerðir af ilmandi kaffidrykkjum.

 

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili

Bankastræti 7,

Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.

Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna – Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI. 

Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.   

Á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými.  Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.

Efsta hæðin á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 – 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.

Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur. 

www.lofthostel.is

Bakland að Lágafelli

Lágafell,

Íbúðir í friðsælu og fallegu umhverfi í hjarta Suðurlands. Við sérhæfum okkur í móttöku fatlaðs fólk og aðstandenda þeirra og vinnum stöðugt að betra a'gengi fyrir alla. Íbúðir Bakland að Lágafelli eru aðgengilegar fyrir hjólastóla. Íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og ókeypis Wi-Fi aðgangi.

Vörur í boði eru: Alikálfakjöt, broddmjólk, folaldakjöt, og lambaskrokkar.

Reykjavík – Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili

Sundlaugavegur 34,

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Hostelinu eru stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi með sér baði. Lín og handklæði innifalin. Hægt er að fá barnarúm. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, WIFI, farangursgeymslum, stofum og frírri gestaþvottahúsi.

Fjölskyldukaffihús Dalur er opið alla daga og frábær aðstaða fyrir barnafólk þar sem boðið er upp á morgunverð, heimabakað og léttar veitingar.

Aðgengi hjólastóla er ágætt. Næg frí bílastæði og flugrútan stoppar fyrir utan.

Reykjavík - Dalur HI Hostel / Farfuglaheimili ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum.

Whales of Iceland

Fiskislóð 23-25,

Hvalasafnið samanstendur af 23 hvalalíkönum af hinum ýmsu hvalategundum sem fundist hafa í Íslensku hafi. Þar er t.d. að finna 25 m. langa steypireyð, búrhval í fullri stærð og Íslandssléttbak sem nú er í bráðri útrýmingahættu og margt fleira! Allt í raunverulegum stærðum!

Mikila vinnu var lagt í hönnun á líkönunum og eru öll módelin handmáluð og er hægt að sjá á þeim persónuleg einkenni sem rekja má til raunverulegs hvals í hafinu. Líkönin eru mjúk og nokkuð raunveruleg í snertingur sem eykur upplifunargildi sýningarinnar.

Með gagnvirkum upplýsingaskjám, róandi hvalahljóðum, neðansjávar lýsingu og svörtu og gulu sandgólfi er Hvalasafnið, Whales of Iceland eins og draumkenndur ævintýraheimur fyrir alla fjölskylduna.

Opnunartími: Alla daga kl. 10 – 17
Lokað Jóladag, 25 desember.

Rafræn leiðsögn í boði.

Vakinn

Sky Lagoon ehf.

Vesturvör 44,

Nýtt baðlón sem opnaði voruð 2021, staðsett á ysta odda Kársnessins í Kópavogi.

Heillandi heilsulón þar sem hefðir, hönnun og menning svífa yfir vötnum.

Vakinn

Tjaldsvæðið Reykjavík

Sundlaugarvegur 32,

Tjaldsvæðið er frábærlega staðsett, við hliðina á sundlauginni og Farfuglaheimilinu í Laugardal. Auk þess er stutt í aðra þjónustu og afþreyingu í borginni.

Húsbílasvæðið bíður góða aðstöðu fyrir campera, húsbíla og tjaldvagna inn á vöktuðu svæði sem læst er með hliði. Um 40 bílar geta tengt samtímis í rafmagn en samtals er pláss fyrir 60 bíla. Þráðlaust WIFI. Skammt frá er aðstaða til að losa ferðasalerni. Tjaldgestum og gestum á bílum með fortjöldum er vísað á efra svæðið þar sem er ekki rafmagn.

Svæðið er opið allt árið en yfir vetrarmánuðina takmarkast aðstaðan við bað- og eldurnaraðstöðu. Aðra þjónustu finna gestir á Farfuglaheimilinu Dal við hliðina þar sem er móttakan.   

Það er nauðsynlegt að bóka pláss fyrirfram á vefsíðu okkar. Þannig býðst besta verðið og þið fáið aðgang að hliðinu á húsbílasvæðinu frá kl 13:00 til kl 11:00 á brottfarardegi. Hámarksdvöl á svæðinu er 14 dagar yfir vetrarmánuðina annars 7 dagar.