Whales of Iceland
Hvalasafnið samanstendur af 23 hvalalíkönum af hinum ýmsu hvalategundum sem fundist hafa í Íslensku hafi. Þar er t.d. að finna 25 m. langa steypireyð, búrhval í fullri stærð og Íslandssléttbak sem nú er í bráðri útrýmingahættu og margt fleira! Allt í raunverulegum stærðum!
Mikila vinnu var lagt í hönnun á líkönunum og eru öll módelin handmáluð og er hægt að sjá á þeim persónuleg einkenni sem rekja má til raunverulegs hvals í hafinu. Líkönin eru mjúk og nokkuð raunveruleg í snertingur sem eykur upplifunargildi sýningarinnar.
Með gagnvirkum upplýsingaskjám, róandi hvalahljóðum, neðansjávar lýsingu og svörtu og gulu sandgólfi er Hvalasafnið, Whales of Iceland eins og draumkenndur ævintýraheimur fyrir alla fjölskylduna.
Opnunartími: Alla daga kl. 10 – 17
Lokað Jóladag, 25 desember.
Rafræn leiðsögn í boði.