Hvað með eldgos?
Þekkingarsetur Suðurnesja í samstarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands heldur sérstakt kynningarkvöld um eldfjöll og eldvirkni í Þekkingarsetrinu fimmtudagskvöldið 17.ágúst nk.
Ólafur Páll Jónsson, jarðfræðingur hjá Náttúrustofu Suðvesturlands fer yfir eldvirkni á Reykjanesinu í aldanna rás, útskýrir atburði undanfarinna ára (og líðandi stundar), myndun bergs og nýrra jarðlaga og langtíma og skammtíma áhrif eldgosa.
Ólafur tekur við spurningum gesta og reynir að varpa ljósi á það sem fyrir augu ber og mun bera ef fram fer sem horfir.
Ólafur tekur við spurningum gesta og reynir að varpa ljósi á það sem fyrir augu ber og mun bera ef fram fer sem horfir.
Þá er líklegt að kynntar verði ýmsar leiðir til að gera börnum og yngri kynslóð auðveldara fyrir að skilja jarðfræðina á bakvið eldgos og fyrirlesturinn því einkar áhugaverður kennurum og fræðslufúsum foreldrum sem vilja gera tilraunir heima fyrir. Svo ekki sé minnst á að börn eru að sjálfsögðu velkomin með.
Einnig verður mögulegt að skrá sig í gönguferð sem áætluð er á gossvæðið þegar og ef færi gefst til á næstunni.
Allir velkomnir og er aðgangur ókeypis