Fara í efni

Breiðbandið á trúnó

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 6 febrúar
Hvar
Hjallavegur 2
Klukkan
20:00-22:00

Breiðbandið á trúnó

Hin goðsagnakennda skemmtisveit Breiðbandið úr Keflavík mun koma fram á tónleikaröðinni Trúnó þann 6. febrúar 2025. Breiðbandið sem hóf ferilinn 2003 kom fram mörg hundruð sinnum og meðal annars í bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Hljómsveitin gaf út þrjá geisladiska sem eru ófáanlegir í búðum í dag. Skrifuðu gamanleikrit og komu fram í öllum helstu skemmtiþáttum í útvarpi og sjónvarpi á glæstum ferli. Hljómsveitin hefur ekki spilað opinberlega í fjöldamörg ár svo nú er einstakt tækifæri til að sjá og heyra í þessum einstöku gleðigjöfum. Það er öruggt Breiðbandið hefur frá nógu að segja eftir langan feril og engum mun leiðast á þessum tónleikum.

Nánari upplýsingar eru á Wikipedia síðu sveitarinnar: https://is.wikipedia.org/wiki/Brei%C3%B0bandi%C3%B0

4900

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær