Fara í efni

Vortónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 21 apríl
Hvar
Klukkan
16:00

Vortónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands

Sinfóníuhljómsveit Austurlands heldur stórtónleika 21. apríl í Tónlistarmiðstöðinni þar sem hún frumflytur nýtt tónverk -forStarazer- eftir -charlesross-.
Charles Ross er öllum tónlistarunnendum á Austurlandi að góðu kunnur eftir margra ára starf í þágu tónlistarlífsins á Austurlandi. Hljómsveitin pantaði tónverk frá Charles á árinu 2021 og þann 21. Apríl má heyra afraksturinn af því samstarfi.
Einnig flytur hljómsveitin hina stórfenglegu sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven ásamt Danse des spectres et des furies úr Don Juan eftir Christoph Willibald Gluck. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verður Gunnsteinn Ólafsson og konsertmeistari er Martin Frewer.
Enginn tónlistarunnandi á Austurlandi ætti að láta þennan stórviðburð framhjá sér fara!
Húsið opnar kl.15:30 og tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Miðaverði er stillt í hóf og er 4.990 kr. fyrir fullorðna og 2490 kr. fyrir börn yngri en 12 ára. Einnig er miðasala við innganginn.
4990

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað