Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur
Kæru Fjarðabyggðarflakkarar
Velkomin til leiks hvaðan sem ykkur ber að. Hugmyndin með leiknum er að vísa ykkur á skemmtilega staði í sveitarfélaginu okkar Fjarðabyggð og njóta þess sem náttúran og samvera fjölskyldunnar hefur upp á að bjóða. Í leiknum eru tveir staðir í hverjum byggðarkjarna (firði) sem þið þurfið að finna og þar eru staðsettir dótakassar sem innihalda stimpiltöng, gestabók og ýmsar upplýsingar um umhverfið. Í bókinni Fjarðabyggðarflakk, sjá neðar, eru frásagnir af þessum tólf stöðum sem þið munið heimsækja og kort af hverjum firði með staðsetningunni og GPS punkti. Í bókinni er stimpilsíða með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Kynnið ykkur bókina vel og er það ósk okkar að leikurinn verði ykkur til skemmtunar og fróðleiks. Bókina skreyta myndir af einkennisplöntum Austurlands.
Til að átta sig betur á staðháttum er gott að skoða göngukortin sem Ferðafélag Fjarðamanna og Gönguhópur Suðurfjarða hafa gert af svæðinu.
Njótið þess að flakka um Fjarðabyggð og skoða það sem þar er í boði. Minnum ykkur á að ganga vel um og skilja hvergi eftir rusl.
Góða skemmtun
Þegar þið hafið heimsótt alla staðina hafið þið samband við:
Sigurborgu Hákonardóttur , Tröllavegi 3, Neskaupstað, sími 4771583 eða
Árna Pál Ragnarsson, Hjallavegi 3, Reyðarfirði, sími 4741191
Takið bókina með til einhvers þeirra og fáið verðlaunin.
Bókin Fjarðabyggðarflakk fæst á þessum stöðum og kostar 1.500 krónur:
Mjóifjörður: Sólbrekka
Neskaupstaður: Kaffihúsið Nesbær, Olíssjoppan og Fjarðasport
Eskifjörður: Veitingasalan Krían, Shellskálinn
Reyðarfjörður: Shellskálinn og Veiðiflugan
Fáskrúðsfjörður: Kaffihúsið Sumarlína
Stöðvarfjörður: Brekkan
Egilsstaðir: Upplýsingamiðstöð Austurlands