VESELE BABE heldur tónleika
Kórinn Vesele babe heldur tónleika í Tehúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 29. mars kl. 13:00 og hefur sér til aðstoðar Brúðkaupsbandið Blitva og Hrafnsunnu Ross.
Flutt verða þjóðleg lög frá ýmsum löndum Austur-Evrópu og er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi.
Stjórnandi er Suncana Slamnig.
1000 kr.