Strengir í Tónspil - Teitur Magnússon
Eftir að hafa gefið út reggíbræðing með Ojba Rasta vakti Teitur fyrst athygli undir eigin nafni árið 2014 með sólóplötunni 27. Platan innihélt skynvillu-skotið dægurlagapopp og var fylgt eftir með plötunni Orna árið 2018 við góðan orðstír. Árið 2021 gaf hann út plötuna 33 og hlaut hún þrjár tilnefningar og ein verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Ný plata er væntanleg á þessu ári en nýtt lag "Fegurð" kom út fyrr í þessum mánuði.
Tónleikar með Teiti þykja sérdeilis góð skemmtun.
Húsið opnar klukkan 19:30 og tónleikar hefjast klukkan 20:00.
Miðaverð er 3.500.- krónur.
Strengir eru samstarfsverkefni SÚN, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og BRJÁN.
3500