Öxin, Agnes og Friðrik – síðasta aftakan á Íslandi
Öxin, Agnes og Friðrik – síðasta aftakan á Íslandi.
Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum kynnir bók sína Öxin, Agnes og Friðrik – Síðasta aftakan á Íslandi. Aðdragandi og eftirmál á Skriðuklaustri, laugardaginn 23. Nóvember klukkan 14:00. Ókeypis aðgangur og hægt að kaupa bókina á staðnum.
Sagan af Agnesi og Friðriki og morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum hefur lifað með þjóðinni í bráðum tvær aldir. Í bók sinni, Öxin, Agnes og Friðrik, fer sagnamaðurinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum á kostum í magnaðri frásögn af þessum örlagaríku atburðum en þeir standa honum nær en mörgum öðrum. Þrístapar, þar sem aftakan fór fram, eru í landi Sveinsstaða.
Magnús hefur kafað ofan í söguna af morðinu á Illugastöðum, ástæður voðaverksins og örlög helstu persóna og leikenda. Sýning hans í Landnámssetrinu, Öxin, Agnes og Friðrik, naut mikilla vinsælda og þá hefur hann í mörg ár farið með hópa, ýmist ríðandi eða gangandi, um sögusviðið og sagt þessa örlagaríku sögu.
Klausturkaffi býður uppá létt jólahádegishlaðborð á undan sagnastundinni – borðapantanir með tölvupósti klausturkaffi@skriduklaustur.is eða í síma 471-2992/899-8169