Nýir draumar, menntun til framtíðar
KRÁNING: https://forms.gle/3FuqFnmnFCKdyASi8
Staðsetning: Höllin í Hallormsstaðaskóla
Fimmtudaginn 21. nóvember
kl. 11.00-13.00
Opið öllum og aðgangur ókeypis
Súpa og brauð að loknu erindi
Staðsetning: Höllin í Hallormsstaðaskóla
Fimmtudaginn 21. nóvember
kl. 11.00-13.00
Opið öllum og aðgangur ókeypis
Súpa og brauð að loknu erindi
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Nýir draumar, menntun til framtíðar - súpufundur í Hallormsstaðaskóla
Nýir draumar, menntun til framtíðar - súpufundur í Hallormsstaðaskóla
Boðið er til opins súpufundar með Ólafi Páli Jónssyni prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann mun flytja erindið „Nýir draumar, menntun til framtíðar“ og eiga samtal við gesti. Ólafur Páll vinnur á sviði heimspeki menntunar, einkum kenninga um lýðræði og réttlæti, menntun til sjálfbærni og skóla án aðgreiningar.
Á tímum þar sem margvíslegar ógnir steðja að og ríkjandi gildi og lífshættir hafa valdið grundvallarbreytingum á aðstæðum á jörðinni, er stærsta áskorun menntakerfisins að kenna bæði ungum og öldnum að dreyma með nýjum hætti. Orð Steins Steinarrs eiga vel við á þessum tímum: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“. En það er ekki bara fall einstaklingsins sem býr í draumum hans, heldur blasir við sameiginlegt fall í þeim draumi sem fólk á Vesturlöndum hefur gert að veruleika á undanförnum áratugum. En hver er þessi draumur? Og hvernig getum við lært að dreyma með nýjum hætti? Í erindinu mun Ólafur Páll reifa þessar spurningar og setja í samhengi við umbreytandi menntun.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Súpa og brauð að loknu erindi.
Nánari upplýsingar um skráningu í síma 471 1761 eða með tölvupósti á hskolinn@hskolinn