Lónsöræfi
Lónsöræfi 3 skór.
1.-3. ágúst. 3 dagar. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark: 10 manns
Ganga í stórkostlegu umhverfi um ein afskekktustu öræfi landsins. Litríkar og fjölbreyttar jarðmyndanir setja svip sinn á svæðið sem lætur engan ósnortinn.
1.d. Ekið kl. 8 með rútu frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum að Eyjabökkum. Þaðan er gengið í Geldingafell.
2.d. Gengið er frá Geldingafelli um Vesturdal að Kollumúlavatni og gist í Egilsseli.
3.d. Frá Egilsseli er gengið um vörðuðu leiðina að Sandvatni þar sem rúta bíður hópsins og flytur til Egilsstaða.
Verð: 52.500/49.000. Innifalið: Skálagisting, akstur og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum til 15. júlí.
Skrá mig í ferð hér