Fara í efni

Bláa kirkjan: Dundur

Til baka í viðburði
Hvenær
miðvikudagur, 31 júlí
Hvar
Klukkan
20:00

Bláa kirkjan: Dundur

Dundur er sólóverkefni Guðmundar Höskuldssonar gítarleikara og tónlistarmanns í Neskaupstað. Fyrsta hljómplata Dundurs kom út í lok síðasta ársins og vakti heilmikla athygli. Tónlistinni er best lýst sem einskonar „bræðingi“ af djassi, blús, ambíent-tónlist og ýmsu öðru. Með Guðmundi spilar einvala lið tónlistarmanna en á tónleikunum verða, auk hans sjálfs, Þórir Baldursson á hljómborð, Birgir Baldursson, slagverk, og Hafsteinn Már Þórðarson á bassa. Á tónleikunum leika þeir lög af plötunni en Dundur leggur áherslu á frjálsan spuna þannig að áhorfendur geta átt von á ýmsum óvæntum uppákomum!

Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

3000-4000

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað