Fara í efni

ADHD í Egilsbúð

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 6 október
Hvar
Klukkan
20:00

ADHD í Egilsbúð

unnudaginn 6. október næstkomandi mun hljómsveitin AdHd koma fram, spila og glensa í Egilsbúð í Neskaupstað.
Sveitin vinnur hörðum höndum að því að klára framleiðslu á sinni níundu hljóðversplötu sem tekin var upp í október 2023 í Castle Studios í Þýskalandi og því eru töluverðar líkur á því að glæný lög verði spiluð!
Hljómsveitin AdHd hefur verið starfrækt í meir en áratug, gefið út 8 plötur (bráðum 9) og ferðast um Evrópu þvera og endilanga í hljómleikaferðum undanfarin 10 ár. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson sem spilar á alls kyns saxófóna, Ómar Guðjónsson sem leikur á gítar, fetilgítar og bassa, Tómas Jónsson sem leikur á ýmis konar orgel, hljóðgervla og píanó og Magnús Trygvason Eliassen sem leikur á trommur og slagverk.
En líkt og áður kom fram: Hljómsveitin ADHD leikur tónleika í Egilsbúð sunnudagskvöldið 6. október næstkomandi. Vonumst til að sjá ykkur sem flest enda tónleikar með AdHd tilvalin leið til að hlaða batteríi!
Miðar eru seldir við innganginn og er verð kr. 4000 og það er posi á staðnum.
Tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 20:00 og húsið opnar kl. 19:30
4000

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað