Blús milli fjalls og fjöru
Tónlistarhátíðin Blús milli fjalls og fjöru, sem hefur rækilega fest sig í sessi í menningarlandslagi Vestfjarða, verður haldin í félagsheimili Patreksfjarðar í 14. skipti dagana 29. og 30. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar um dagskrá og miðasölu verða birtar síðar.