Blús milli fjalls og fjöru 2025
Fjórtánda hátíð Blús milli fjalls og fjöru – 29.–30. ágúst 2025
Fjórtánda hátíð Blús milli fjalls og fjöru verður haldin dagana 29. og 30. ágúst 2025 á Patreksfirði. Þessi árlega tónlistarhátíð hefur fest sig í sessi sem einn af helstu menningarviðburðum Vestfjarða, þar sem blús, rokk og dægurtónlist fá að njóta sín í einstöku umhverfi við sjóinn.
Hátíðin fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar og býður upp á hlýlegt og einstakt andrúmisloft þar sem tónlistarunnendur geta notið frábærra tónleika. Á undanförnum árum hafa bæði innlendir og erlendir listamenn stigið á stokk og dagskrá ársins 2025 lofar að verða ekki síðri, með fjölbreyttu úrvali tónlistarmanna sem munu skapa ógleymanlega stemningu.
Árið 2023 fór tólfta hátíðin fram dagana 25. og 26. ágúst í Félagsheimili Patreksfjarðar. Þar komu fram listamenn eins og Krummi Björgvins og krákurnar, Langi Seli og skuggarnir, Keith og strákarnir, sem serhæfa sig í flutningi á tónlist Rolling Stones, og Ebeneser blúsband.
Árið 2024 var þrettánda hátíðin haldin 30. og 31. ágúst með fjölbreyttri dagskrá. Föstudagskvöldið hófst með blúsbandinu Litli Matjurtagarðurinn, sem serhæfir sig í tónlist Jimmy Hendrix og þess tíma. Því næst steig á svið hljómsveitin Bjartmar og Bergrisarnir, ein vinsælasta sveit landsins. Á laugardagskvöldinu komu fram Rock Paper Sisters með Eyþóri Inga í fararbroddi og The Vintage Caravan, frægt rokkband sem lauk hátíðinni með kraftmiklu þrumurokki.
Nokkur hótel eru í göngufæri frá viðburðinum, auk þess sem fjölbreytt úrval gistiheimila og hostela er í næsta nágrenni, sem tryggir að gestir finni gistingu við sitt hæfi. Fyrir þá sem kjósa útivist er einnig nálægt tjaldsvæði og aðstaða fyrir húsbíla með allri nauðsynlegri þjónustu.
Blús milli fjalls og fjöru hefur skapað sér fastan sess sem hátíð sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Hátíðin dregur að sér bæði heimamenn og gesti alls staðar að, sem koma saman til að njóta frábærrar tónlistar í hjarta Vestfjarða.