Líffærafræði Mars, samtal við Ilana Halperin á ensku.
Kl. 15:00 – 19. júlí 2025
Primer / Felt Event
Dr. Catriona McAra, lektor í listasögu við Háskólann í Aberdeen, stýrir samtali milli listakonunnar Ilana Halperin og Dr. Claire Cousins, jarðvísindakonu við Háskólann í St. Andrews. Þær munu ræða hlut kvenna í jarðvísindum sem tengjast rannsóknum á plánetum og segja frá vettvangsferðum sínum til Orkneyja og Íslands, þar sem þær leituðu „skyldleika“ í landslagi til að öðlast betri skilning á klettamyndunum á Mars.
Eftir sameiginlega vettvangsvinnu á jarðhitasvæðum ofan við Hveragerði hlakka þær til að snúa aftur og miðla niðurstöðum sínum. Á þessum viðburði verður jafnframt frumkynnt sérútgáfa af grafíkverki Ilönu sem ber titilinn Við erum öll jaðarlífverur. Viðburðurinn er inngangur að sýningunni Líffærafræði Mars, sem opnar í Listasafni Árnesinga þann 13. september 2025.
Allir velkomnir!
Primer / Felt Event
Dr. Catriona McAra, lektor í listasögu við Háskólann í Aberdeen, stýrir samtali milli listakonunnar Ilana Halperin og Dr. Claire Cousins, jarðvísindakonu við Háskólann í St. Andrews. Þær munu ræða hlut kvenna í jarðvísindum sem tengjast rannsóknum á plánetum og segja frá vettvangsferðum sínum til Orkneyja og Íslands, þar sem þær leituðu „skyldleika“ í landslagi til að öðlast betri skilning á klettamyndunum á Mars.
Eftir sameiginlega vettvangsvinnu á jarðhitasvæðum ofan við Hveragerði hlakka þær til að snúa aftur og miðla niðurstöðum sínum. Á þessum viðburði verður jafnframt frumkynnt sérútgáfa af grafíkverki Ilönu sem ber titilinn Við erum öll jaðarlífverur. Viðburðurinn er inngangur að sýningunni Líffærafræði Mars, sem opnar í Listasafni Árnesinga þann 13. september 2025.
Allir velkomnir!
Þessar rannsóknir hafa hlotið styrk frá bresku geimvísindastofnuninni (UK Space Agency) og Vísinda- og tækniráðuneytinu (Science & Technology Facilities Council).