Tjaldsvæðið Þingborg
Tjaldsvæðið er á sléttri flöt við þjóðveg 1. Á tjaldsvæðinu er skjólbelti. Tjaldsvæðið er við hlið félagsheimilisins Þingborg og hentar svæðið því einstaklega vel til ættarmóta þar sem hægt er að leigja félagsheimilið.
– Gisting fyrir stærri og minni hópa í svenpokaplássi.
– Dýnur, góðar sturtur og eldunarstaða á staðnum.
– Gott hljóðkerfi, sjónvarpsmóttakari, video- og DVD-spilari, skjávarpi og breiðtjald fyrir fræðslu – og skemmtiefni.
– Sérstaklega góð aðstaða fyrir kóra til æfinga, píanó á staðnum og möguleiki á að skipta hópum upp til raddæfinga.
– Einnig góð aðstaða fyrir leikhópa, stórt leiksvið og búningsaðstaða.
– Gott tjaldstæði og leiktæki fyrir börn úti með aðgengi að góðri snyrtiaðstöðu og sturtum.
– Tveir heitir pottar við húsvegginn.