Kollsvík
Patreksfjörður
Kollsvík er falleg náttúruperla á sunnanverðum Vestfjarðarkjálkanum. Þar var blómleg byggð í fyrri tíð sem lagði stund á landbúnað og fiskveiðar. Búskapur dróst saman á 20. öld en lagðist af lokum af árið 2002. Fiskveiðar áttu stóran þátt í uppgangi svæðisins en þar var róið út frá einni stærstu verstöð Vestfjarða, Kollsvíkurveri.
Kollsvík er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð, sögu og minjar, því er staðurinn vinsæll á sumrin hjá heimamönnum og ferðafólki.