Fara í efni

Söngvar að heiman - tónleikar í Stykkishólmskirkju

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 28 júlí
Hvar
Stykkishólmskirkja
Klukkan
17:00

Söngvar að heiman - tónleikar í Stykkishólmskirkju

Söngvar að heiman er tónleikaröð þriggja kvenna sem ættaðar eru af Vesturlandi. Tónleikarnir verða haldnir í Borgarneskirkju 23. júlí, Grundarfjarðarkirkju 25. júlí og Stykkishólmskirkju 28. júlí. 

Flytjendur:

Kristín Einarsdóttir Mäntylä ólst upp í kórastarfi Langholtskirkju og þar sem hún söng með öllum kórum kirkjunnar. Með Graduale Nobili kórnum söng hún á Biophilia plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og fylgdi því tveggja ára tónleikaferðalag um heiminn. Hún lauk Burtfararprófi úr Söngskóla Reykjavíkur hjá Hörpu Harðardóttir og stundaði í framhaldi söngnám við Tónlistarháskólanum “Felix Mendelssohn-Bartholdy” í Leipzig. Hún lauk Bachelorgráðu, Mastersgráðu og Meisterklassegráðu við tónlistarháskólann en árin 2022-2024 var hún einnig aðstoðarkennari Prof. Brigitte Wohlfarth. Kristín hefur komið fram sem einsöngvari í óperuhúsunum í Leipzig, Gera, Altenburg, Brandenburg, Dessau, Nordhausen og íslensku óperunni auk þess að syngja í uppsetningum „Szene 12“ í Dresden og Schlossfestspiele Ettlingen. Hún hefur verið einsöngvari á tónleikum í Berliner Konzerthaus, óperunni í Leipzig, Bach Fest Leipzig, Theater Rheinsberg, íslensku óperunni og Hörpu tónlistarhúsi. Þá hefur hún einnig farið með mörg aðalhlutverk í nemendaóperum í Tónlistarháskólanum í Leipzig. Hún hlaut árið 2016 verðlaunin „Junge Stimmen Leipzig“ og hlaut styrk Richard Wagner félagsins í Leipzig og “Yehudi Menuhin” Live Music Now – Leipzig. Þá hlaut hún styrk Vilhjálms Vilhjálmssonar 2019, Söngmenntastyrk Marinó Péturssonar 2020 og Tónlistarstyrk úr Ingjaldssjóði 2020. Kristín er búsett í Þýskalandi en ættuð úr Borgarfirði og dvelur þar þegar hún er á Íslandi. Hún er alin upp í Reykjavík og í Svíþjóð.

Sigrún Björk Sævarsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskóla Stykkishólms og Söngskóla Reykjavíkur hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Samhliða náminu í Söngskólanum stundaði hún nám í verkfræði við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan BSc gráðu í Heilbrigðisverkfræði vorið 2012. Sigrún hóf nám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Leipzig 2013 hjá Prof. KS. R. Schubert. Hún lauk Mastersnámi í Október 2016 og síðar Meisterklasse prófi frá skólanum. Sigrún hefur sungið ýmis óperuhlutverk við óperuhús í Þýskalandi, m.a óperunni í Leipzig og Halle auk þess að syngja með hljómsveit í hinni þekktu Nikolaikirkju í Leipzig og Gewandhaus Leipzig. Þá hefur hún einnig farið með mörg aðalhlutverk í Tónlistarháskólanum í Leipzig. Sigrún hlaut tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2013 og var sama ár tilnefnd til verðlauna Framúrskarandi ungra Íslendinga frá JCI samtökunum á Íslandi. Árið 2013 hlaut hún styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen og árið 2016 hlaut hún verðlaun veitt úr Tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi. Árið 2017 var hún valinn styrkþegi Bayreuth-Richard Wagner-Verbandes í Leipzig. Sigrún er nú búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún starfar sem verkfræðingur og sjálfstætt starfandi söngkona. Sigrún er búsett í Kaupmannahöfn en er uppalin í Stykkishólmi þar sem fjölskylda hennar býr enn.

Píanistinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir leggur áherslu á nýstárlega og þverfaglega nálgun í flutningi sínum. Ásamt kanadíska grafíska hönnuðinum Harmoney Lee hefur Anna komist tvívegis í úrslit nýsköpunarkeppni tónlistarháskólans í Maastricht, AIM - Award for Innovation in Music. Á ferlinum hefur Anna hlotið margvíslega styrki en þar má nefna styrk úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar og Henrïette Hustinx-hvatningarverðlaunin, en þau eru veitt útskriftarnemum frá Tónlistarháskólanum í Maastricht sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Anna lauk B.Mus gráðu í píanóeinleik frá Listaháskóla Íslands, undir leiðsögn Peters Máté og Eddu Erlendsdóttur. Sumarið 2022 lauk Anna mastersnámi í píanóeinleik við Conservatorium Maastricht hjá prof. Katia Veekmans. Anna er búsett í Reykjavík en er ættuð og uppalin á bænum Brekku í Borgarfirði

Efnisskrá:

Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)

Texti: Egill Skallagrímsson, Borgarnesi (910-990)

Tvísöngur: “Þat mælti mín móðir”

Íslenskt þjóðlag

Texti: Hallgrímur Pétursson, Saurbæ Hvalfirði, (1614-1674)

“Nú vil ég enn í nafni þínu”

Jón Leifs (1899-1968)

Texti: Hallgrímur Pétursson, Saurbæ Hvalfirði, (1614-1674)

“Vertu Guð faðir”

Íslenskt þjóðlag

Texti: Eggert Ólafsson frá Snæfellsnesi (1726-1768)

Tvísöngur: “Ó mín flaskan fríða”

Emil Thoroddsen (1898-1944)

Texti: Jón Thoroddsen (1818-1868) sýslumaður Borgfirðinga

“Til skýsins”

Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) Hraunhreppur á Mýrum

Texti: Guðmundur Guðmundsson skólaskáld (1874-1919)

“Kirkjuhvoll”

Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) Hraunhreppur á Mýrum

Texti: Guðmundur Guðmundsson (skólaskáld) (1874-1919)

“Sólsetursljóð

Jón Ásgeirsson (1928 –)

Rósa Guðmundsdóttir (1795–1855)

“Vísur Vatnsenda Rósu”

Atli Heimir Sveinsson (1938-2019) Flatey, Breiðafirði

Jónas Hallgrímsson (1807-1845)

“Álfareiðin”

Hallgrímur Helgasson (1914-1994) Mýrum, Borgarfirði

Sigurður Sigurðsson frá Arnarhóli (1879 – 1939)

“Söknuður”

Jóhann Jónsson (1896-1932) Staðastað, Snæfellsnesi

Upplestur: “Söknuður”

Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað…

Sigfús Halldórsson (1920-1996)

Sigurður Sigurðsson frá Arnarhóli (1879 – 1939)

“Í dag er ég ríkur”

Sigursveinn D. Kristinsson (1911-1990)

Guðmundur Böðvarsson (1904-1974) Hvítarsíða, Borgarfirði

“Fylgd”

Steinunn Þorvaldsdóttir (1994-) Hjarðarholti, Stafholtstungum

Guðrún Árnadóttir (1900-1968) Oddstöðum, Borgarfirði

“Heima”

Anna Thorvaldsdóttir (1977- ), Borgarnesi

Sigurbjörg Þrastardóttir (1973- ), Akranesi

“Hvolf”

Aukalag:

Valgeir Guðjónsson (1952-)

Texti: Jóhannes úr Kötlum (1899-1972), Dalabyggð

“Wikiwaki” Dúett og samsöngur

Þakkir til eftirfarandi Vesturlenskra tón- og ljóðskálda fyrir sín verk:

Egill Skallagrímsson (910-990), Borgarnesi

Hallgrímur Pétursson (1614-1674), Saurbæ Hvalfirði

Eggert Ólafsson, (1726-1768) Svefneyjar, Breiðafjörður

Jón Thoroddsen (1818-1868) sýslumaður Borgfirðinga

Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) Hraunhreppur á Mýrum

Atli Heimir Sveinsson (1938-2019) Flatey, Breiðafirði

Hallgrímur Helgasson (1914-1994) Mýrum, Borgarfirði

Sigurður Sigurðsson (1879 – 1939) Arnarhóli

Jóhann Jónsson (1896-1932) Staðastað, Snæfellsnesi

Guðmundur Böðvarsson (1904-1974) Hvítarsíða, Borgarfirði

Steinunn Þorvaldsdóttir (1994-) Hjarðarholti, Stafholtstungum

Guðrún Árnadóttir (1900-1968) Oddstöðum, Borgarfirði

Anna Thorvaldsdóttir (1977- ) Borgarnesi

Sigurbjörg Þrastardóttir (1973- ) Akranesi

2500

Aðrir viðburðir