Fara í efni

Var Drekkingarhylur sprengdur með dínamíti við brúarsmíðar?

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 19 október
Hvar
Gestastofa Hak, Þingvellir
Klukkan
14:00-15:30

Var Drekkingarhylur sprengdur með dínamíti við brúarsmíðar?

Næstkomandi laugardag, 19. október, klukkan 14:00 - 15:30 í gestastofu þjóðgarðsins á Haki verður Baldur Þór Þorvaldsson með fyrirlestur um brúarsmíð við Drekkingarhyl í Almannagjá.

Baldur Þór er verkfræðingur og fyrrum starfsmaður Vegagerðarinnar og fáir hafa rannsakað jafnvel sögu vegagerðar hér á landi og þá sérstaklega við Drekkingarhylinn forna. Vert er að minnast góðrar greinar sem birtist eftir hann í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar um árið.

Tilefnið er ærið enda er núverandi brú svo til í lítt breyttri mynd frá því að hún var breikkuð lýðveldisárið 1944. Það eru því liðin 80 ár frá síðustu umtalsverðu breytingum á brúnni.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur á viðburðinum.

ókeypis

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll