Fara í efni

Haustgildi - menning er matarkista

Til baka í viðburði
Hvenær
7.- 8. september
Hvar
Stokkseyri, Sveitarfélagið Árborg, Southern Region, 825, Iceland
Klukkan
13:00-18:00

Haustgildi - menning er matarkista

Haustgildi – menning er matarkista – er haldin á Stokkseyri fyrstu helgina í september ár hvert. Haustgildi er uppskeruhátíð í víðri merkingu sem fagnar hausti og uppskeru með það að markmiði að tvinna saman menningarviðburði og markað í fjölskylduvæna upplifun við ströndina. Menning er nefnilega matarkista.

Annað markmið Haustgildis er að efla grasrótina. Samstarf við þau gallerí sem til staðar eru á Stokkseyri er ein megin stoð hátíðarinnar. Þátttakendur fá gott tækifæri til að koma vöru sinni á framfæri beint til gesta. Einnig geta þátttakendur átt í samstarfi sín á milli til að örva nýsköpun og styðja hvert við annað.

Virðing og umhyggja eru lykilorð Haustgildis. Virðing og umhyggja fyrir þátttakendum, sem og gestum, en ekki síður umhverfinu og sjálfbærni.

Framleiðsla til sölu, tónleikar og viðburðir ókeypis fyrir utan tónleika Lay Low í Stokkseyrarkirkju laugardagskvöldið frá 20 - 21.30

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll