Fundur um skemmtiferðaskip á Reykjanesi
Athugið breytt tímasetning!
Miðvikudaginn 27. nóvember bjóða Reykjaneshafnir og Grindavíkurhöfn í samstarfi við Markaðssofu Reykjaness til kynningarfundar og samtals um móttöku skemmtiferðaskipa á Reykjanesi. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Courtyard by Marriott kl. 9:00-10.30.
Á fundinum verður farið yfir komu Azamara síðast liðið sumar, stöðu skipakoma næsta sumar bæði hjá Reykjaneshöfnum og Grindavíkurhöfn og samtal um frekari þróun á verkefnum tengt þessum málaflokki í landshlutanum.
Dagskrá:
- Kynning á verkefnum tengt skemmtiferðaskipum á Reykjanesi. Þuríður Aradóttir Braun, forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness
- Kynning á verkefnum Reykjaneshafnar. Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri og sviðsstjóri atvinnu- og hafnarmála hjá Reykjanesbæ
- Kynning á stöðu verkefna hjá Grindavíkurhöfn, Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar
- Kynning frá Iceland Travel sem þjónustaði skipið Azamara síðast liðið sumar. Hildur Karen Ragnarsdóttir, expedition manager hjá Iceland Travel
Frekari dagskrá verður kynnt hér.