Fara í efni

Akureyri Open - Sjally Pally

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 4 apríl
Hvar
sjallinn
Klukkan
14:00-00:00

Akureyri Open - Sjally Pally

Stærsta pílumót Íslands fer fram helgina 4. – 5. apríl þegar Akureyri Open 2025 verður haldið í Sjallanum.

Sjally Pally 2025!

Það verður öllu til tjaldað þessa helgi í Sjallanum og andrúmsloftið verður engu líkt. Fjöldi keppenda verður 160; 192 karlar og 32 konur

Mótið í ár verður hið glæsilegasta. Frægasti dómari og kallari í pílukasti, Russ Bray, verður á staðnum og mun sjá um að kalla úrslitakvöldið sem verður á laugardagskvöldið fyrir fullum sal af fólki. Þetta er eitthvað sem enginn á að láta framhjá sér fara! 

Keppni hefst föstudaginn 4. apríl kl 14:00 en keppt verður í riðlum og svo útslætti. Á laugardag hefst svo keppni aftur kl 10:00 og verða riðlar kláraðir og útsláttur hefst í framhaldinu. Á laugardagskvöldið verður Sjallanum breytt í SjallyPally og stemningin sett í fimmta gír. Átta manna úrslit hjá körlum, undanúrslit hjá körlum og úrslitaleikir karla og kvenna verða á stóra sviðinu. Það verður ljósashow, inngöngulög, fjöldinn allur af myndavélum, risaskjáir sem sýna frá leikjunum í salnum ásamt fleiri skemmtilegum nýjungum frá fyrra ári. Mótinu verður svo streymt fyrir þá sem komast ekki í stemninguna.

Verðmæti vinninga verður 1.500.000.-! Það er því til mikils að vinna! Hér er slóð á viðburðinn á Facebook

Fyrir áhugasama er hægt að sjá streymi hér frá því í fyrra en mótinu var streymt á Youtube í samstarfi við LiveDartsIceland.

 

Aðrir viðburðir

18. jún

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður

Sauðárkrókur
24. jún

Hjartanæring á sumarsólstöðum

Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri