Vatnaveröld
Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna.
Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, vatnið er upphitað og þægilegt.
Velkomin í sund
Í sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug og 4 setlaugar og eimbað. Að auki er ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins. Sérklefi til að klæða sig úr og í er í boði fyrir þá sem það kjósa.
Nánari upplýsingar um þjónustu og opnunartíma má finna inn á vefsíðu Vatnaveraldar .