Walk With a Viking - Borgargöngutúr
Það er skemmtilegt að upplifa miðbæ Reykjavíkur og jafnfram sögu Íslands í þessari 2 klukkustunda gönguferð um miðbæinn.
Skoðuð eru helstu kennileiti miðbæjarins og sagðar sögur þeirra en jafnframt reynum við að aðlaga hvern göngutúr að okkar gestum og þeirra áhugasviði.
Íslendingar sem hafa gengið með okkur hafa upplifað höfuðborgina sína alveg á nýjan hátt.
Allir okkar leiðsögumenn hafa klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum.
Fleiri hundruð fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag.
Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á yfir@yourfriendinreykjavik.com.